Fara í efni
Fréttir

Klettsholt við Reykholt

Klettsholt við Reykholt

Glæsileg eign á stórkostlegum stað, stutt í golf og náttúruperlur.

Klettsholt 3 við Reykholt í Biskupstungum sem stendur á 4.800 fm eignalóð með einstaklega fallegu útsýni. Húsið er tengt við hitaveitu.
Húsið er skráð 79,5 fm auk 15 fm útigeymslu/gestahús sem er ekki inn í fm. tölu hússins. Samtals er þá húsið með gestahúsinu/útigeymslu 94,5 fm.

Nánari lýsing:
Forstofa með dúk á gólfi.
Gangur með dúk á gólfi.
Þrjú góð svefnherbergi með dúk á gólfi og tvö af þeim með góðu skápaplássi.
Eldhús og stofa renna saman í opið rými, dúkur á gólfi, snyrtileg eldhúsinnrétting með eldavél uppþvottavél og ískáp. Útgengt er úr stofunni út á stóran pall með heitum potti og glæsilegu útsýni.
Baðherbergi er flísalagt, rúmgott með sturtu og ljósri innréttingu
Þvottahús/geymsla er inn af forstofu.
Geymsluskúr/gesthús er ekki inn í fermetratölu eignar, húsið er um 15 fm. Húsið er notað sem geymsla í dag en lítið mál væri að breyta því í gesthús.

 

Fleiri myndir hér