Fara í efni

Um okkur

Hugmyndina að vefsíðunni fékk Árni Björn Erlingsson haustið 2021 og á fyrsta fundi með Olgu Björt Þórðardóttur sannfærði hann hana um að koma með í ævintýrið. Það sem þau eiga sameiginlegt er að hafa rekið fyrirtæki, víðtæka starfsreynslu, hafa sterkt tengslanet og vera bjartsýnt hugsjónafólk og hafa þekkst í yfir 30 ár. Það sem drífur þau áfram er mikill áhugi á sumarhúsum, öllu þeim tengdu og ólíkum kröfum og metnaði fólks á öllum aldri.

Eigandinn Árni Björn er viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali hjá Fasteignalandi, sem hefur sérhæft sig í sölu sumarhúsa og ráðgjöf. Hann hefur reynslu af rekstri fyrirtækja og einnig starfað við sölu- og markaðsmál, m.a. hjá Stefnu, Gámaþjónustunni og Terra og var slökkviliðsmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í yfir áratug. Netföng Árna Björns eru arni@fasteignaland.is og arni@sumarhusid.is 

Ritstjórinn Olga Björt hefur 14 ára reynslu úr fjölmiðlum, auk víðtækrar reynslu á vinnumarkaði. Hún er með BA í íslensku og fjölmiðlafræði, MA í blaða- og fréttamennsku og lærði grafíska hönnun. Undanfarin 5 ár gaf hún út og ritstýrði bæjarmiðlunum Hafnfirðingi. Hún er einnig ástríðufullur áhugaljósmyndari og notar síma, myndavélar og dróna. Netfang Olgu Bjartar er olga@sumarhusid.is 

Byrjum á vefsíðu en hugurinn er opinn fyrir öllu mögulegu 

Metnaður okkar felst í að vefsíðan verði vettvangur sem sá risastóri markhópur sem tengist sumarhúsum vill leita til og vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar leita þarf upplýsinga um allt mögulegt, allt frá fréttum og afþreyingarefni upp í fræðslu, kynningar (infotainment), viðtöl og hvert mælt er með að beina viðskiptum. Auk íslenska markaðarins verður einnig horft til sumarhúsa víða um heim, hvort sem um er að ræða leigu, sölu eða kaup.

Lagt verður upp með að síðan verði mjög virk og með fjölbreyttri fjölmiðlun, vídd og efnistökum, s.s. árstíðabundnum og stemningu hverju sinni.

Facebook síða og Instagram síður hafa einnig verið stofnaðar og þaðan munu flestir lesendur (75-80% er algengt) koma á vefsíðuna.