Fallegt sumarhús á frábærum stað.

Draumastaður í Skorradalnum
Um er að ræða vel hirtan og smekklegan sumarbústað, sem skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi, eldhús, stofu og baðherbergi. Einnig fylgir 10 fm geymsla sem hefur verið notuð sem gistirými og auðvelt að breyta í gesthús. Stór og skjólgóð verönd umlykur framhlið bústaðsins sem snýr út á Skorradalsvatn með tilheyrandi stórkostlegu útsýni, hluti af pallinum er yfirbyggður og væri í raun hægt að stækka húsið án mikillar fyrirhafnar. Einnig er heitur pottur á veröndinni, þar sem hægt er að horfa á Norðuljósin og stjörnurnar á kvöldin þegar það býðst.
Birt stærð eignarinnar samkvæmt HMS er 73.1 fm.
Nánari lýsing:
Forstofa: Rúmgóð forstofa með flísum á gólfi.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi snyrtilegri innréttingu, klóset, vaskur og sturta. Inná baðherberginu er opnanlegur gluggi og aðstaða fyrir þvottavél.
Hjónaherbergi: Er rúmgott, með parket á gólfi og góðu skápaplássi.
Herbergi 2: Með parket á gólfi og góðu skápaplássi.
Herbergi 3: Með parket á gólfi.
Eldhús: Parket á gólfi með smekklegri viðar innréttingu.
Stofa: Parket á gólfi og með útgang út á stóra timburverönd. Góð lofthæð.
Geymsla: er 10,3 fm og hefur verið notuð sem gistirými.
Skorradalur, er umvafin fjöllum, skógi og vatni, og býður upp á einstaklega fallegt útsýni. Þá er staðurinn þekktur fyrir mikla veðursæld og fegurð. Um klukkutíma akstur er frá Reykjavík. Góð aðkoma frá Skorradalsvegi og stutt í Borgarnes þar sem öll helsta þjónusta er aðgengileg. Stutt er í náttúruperlur, og sund, golf, Hraunfossa, Krauma, Reykholt og Húsafell. Einnig má nefna veiði, göngu, hjólreiðar og annað sumarsport.
Upplýsingar veitir: